Foreldri

Velkomin.
Á þessari síðu er ætlunin að halda utan um reynslusögur foreldra barna sem alast upp með tvö móðurmál. Ég kýs að nota hugtakið móðurmál fremur er tvítyngi, sökum þess að móðurmál lýsir þeim málskilningi sem æskilegur er hjá börnum sem alast upp á tvítyngdum heimilum.

Að hlúa að tveimur málum er óendanlega mikil vinna. Reynslan sýnir þó að það kostar ekki endilega stórkostleg átök að viðhalda tveimur málum. Heldur eru það litlu hlutirnir úr hversdagsleikanum sem skipta máli.