Lýsing

Dæmi um 20 mínútna stýrðri lestrarvinnu með áherslu á sagnir. Börnin í myndbandinu eru 5-6 ára og rétt að hefja sinn lestrarferil.

 • Lítill hópur vinnur undir vel undirbúinni stjórn kennara
 • Allir nemendur með bækur (léttar bækur 4-5 orð á blaðsíðu)
 • Rætt um söguna út frá væntingum barnanna (forspá)
 • Myndir skoðaðar í sameiningu
 • Vandlega farið í lykilorð (sagnorð) og þau hljóðuð í gegn í sameiningu áður en bókin er lesin
 • Lesið í sameiningu.
 • Allir fylgja lestrinum eftir með fingri eða einhverju til þess að benda með
 • Gagnvirkur lestur (opnar spurningar, allir taka þátt í umræðu)
 • Hlustað eftir eigin framburði með eyrnaröri
 • Orðum (orðaspjöldum) raðað saman í heilar setningar og lesið saman (hljóðað saman erfiðu orðin)
 • Ákveðið orð (algengt) talið í allri bókinni
 • Sagan rifjuð upp í lok kennslustundar