Lýsing

Sniðugur teningaleikur tilvalinn til þess að vinna með lesskilning. Tilvalið að nota leikinn í smærri hópum þar sem nemendur skiptast á að kasta og svara spurningum. Lykilatriði er að allir taka til máls. Leiðbeinandi inni í bekk getur auðveldlega stýrt umræðum og dýpkað skilning nemenda á efninu með umræðum. Þegar nemendur eru lengra komnir er hægt að þyngja leikinn með því að kasta 2 teningum í einu.
Hér er skjalið á pdf svo hægt sé að prenta út og hengja upp inni í bekk.