Lýsing

Í þessum bæklingi frá fyrrum námsgagnastofnun er farið yfir nokkur mikilvæg atriði sem foreldrar geta tileinkað sér til þess að styðja við lestrarnám barna sinna. Þó að bæklingurinn sé fremur lítið fyrir augað er farið yfir mikið magn góðra upplýsinga í bæklingnum.

Efni bæklingsins:

  • Hvað skiptir máli að foreldrar geri?
  • Hvernig er gott að lesa fyrir börn?
  • Hvernig geta foreldrar stutt við málskilning/málvitund barna sinna?
  • Hvernig geta foreldrar stutt við hljóðavitund barna sinna?
  • Hvernig er hægt að þjálfa lestur í daglegu umhverfi án lestrarbókarinnar?