Lýsing

Menningarmót er kennsluaðferð sem allt of fáir þekkja. Aðferðin nýtist afskaplega vel til þess að fá fjölbreytta hópa til þess að deila broti af reynsluheimi sínum. Menningarmót nýtast því vel í hvers kyns málörvunarstarfi og hægt er að útfæra menningarmót á fjölbreyttan máta með þemavinnu. Möguleikarnir eru óendanlegir. Hér má sjá dæmi um hvernig hægt er að vinna með tungumál á menningarmóti.

Fellaskóli og Ölduselsskóli eru vottaðir menningarmótsskólar en menningarmót hafa verið haldin í flestum leik- og grunnskólum hverfinsins.

Menningarmótsverkefnið, sem er líka þekkt undir nafninu “Fljúgandi teppi”, er þverfagleg aðferð í starfi með börnum og fullorðnum, hugsuð til þess að varpa ljósi á styrkleika og fjölbreytta menningarheima þátttakenda. Kristín R. Vilhjálmsdóttir, sem er kennari og verkefnastjóri fjölmenningar hjá Borgarbókasafni, er hugmyndasmiður verkefnisins sem varð til í kennslustofu hennar í Danmörku árið 2000. Kristín hefur notað Menningarmótin með góðum árangri í kennslu á Íslandi síðan 2008 og leiðbeint við að innleiða verkefnið í fjölmörgum skólum í Reykjavík.

Á heimasíðunni menningarmot.is er hægt að fræðast um þessa frábæru aðferð Kristínar R. Vilhjálmsdóttur.