Lýsing

Sniðug leið til að þjálfa hljóðavitund og gengur út á að líma saman eða taka í sundur hljóð orða.

Þegar búið er að kenna börnunum hvernig hægt er að taka í sundur og setja saman hljóð í orðum er hægt að byrja.

Reglurnar eru alveg eins og í hefðbundnum símon segir, nema að í stað þess að segja orðin, hljóðar stjórnandinn orðin.

Dæmi:

Símon segir: s-i-t-j-a
allir setjast

Símon segir: s-t-a-n-d-a   u-pp
allir standa upp

Símon segir: h-o-pp-a
allir hoppa

s-y-n-g-j-a
hér ætti enginn að syngja skv. reglum leiksins 🙂