Lýsing

Nýverið opnaði vefurinn Tungumál er gjöf. 

Vefurinn inniheldur ógrynni af efni fyrir leikskóla og nýtist bæði fagfólki og foreldrum sem vilja efla málþroska barna. Vefurinn er hannaður með tví- eða fjöltyngd börn í huga en nýtist að sjálfsögðu öllum sem vilja vinna með málþroska barna.

Á vefnum eru greinagóðar lýsingar um hvernig hægt er að stuðla að góðu foreldrasamstarfi um málörvun. Allir leikskólakennarar ættu að skoða þennan vef því þarna leynist mikið af góðu efni.

Við hjá LÆM viljum sérstaklega benda á kaflana um málörvun heima fyrir. Þar eru ótal sniðugar æfingar sem hægt er að framkvæma með börnunum án mikillar fyrirhafnar eins og t.d. þessi verkefni sem snúa að orðaforða og hugtökum.

Einnig er á vefnum myndband um málörvun og hvernig á að spyrja opinna spurninga.