Lestrarskimanir eru hafnar í 6. bekk. Lestrarhraði og lesskilningur er mældur hjá öllum nemendum 6. bekkja í Breiðholti. Kennsluráðgjafar frá Þjónustumiðstöð Breiðholts sjá um að skima nemendur með greiningartækinu LOGOS.

Einungis er mældur lestrarhraði og lesskilningur auk þess að þar sem lestrarhraði mælist undir ákveðnum viðmiðunarmörkum er umskráningarfærni nemenda mæld með lestri bullorða og lestri út frá rithætti. Þannig fást upplýsingar um hvernig sé best að haga kennslu og þjálfun í lestri svo að lestrarhraði aukist, villum fækki og lesskilningi fari fram.