Þær ánægjulegu fréttir bárust í sumar að Læsi – allra mál hefði hlotið styrk að andvirði 1.000.000,- úr þróunarsjóði innflytjenda til gerðar stuttra fræðslumyndbanda tengdum málþroska og læsi ætluð foreldrum hverfisins. Myndböndin verða unnin í vetur og þýdd og talsett á tungumál hverfisins. Myndböndin verða síðan aðgengileg öllum á vimeo rás Læsi – allra mál. Gert er ráð fyrir að myndböndin verði tilbúin vorið 2017.

Sjá frétt um úthlutun á vef Velferðarráðuneytisins.