LÆM verkefnið verður með kynningu á starfi verkefnisins þann 17. september á ráðstefnu um menntavísindi á vegum Miðstöðvar skólaþróunar Háskólans á Akureyri og Menntamálastofnunar. Ráðstefnan hefur yfirskriftina LÆSI skilningur og lestraránægja.

Læsi – allra mál Lovísa Guðrún Ólafsdóttir,  kennsluráðgjafi við Þjónustumiðstöð BreiðholtsLæsi – allra mál er samstarfsverkefni sem fór af stað í Breiðholti haustið 2015. Að verkefninu standa Þjónustumiðstöð Breiðholts og leik- og grunnskólar í hverfinu. Meginmarkmið verkefnisins er að efla málþroska og læsi barna í Breiðholti og tengja saman nám barna milli skólaskila. Samfella í námi hvers barns allt frá leikskóla til framhaldsskóla er lykilatriði og því skiptir samfélagsverkefni sem þetta miklu máli. Lykilþættir í verkefninu eru samstarf milli skólastiga, vinna með aðferðir sem skila árangri og auka samstarf starfsfólks innan/milli skólanna. Framkvæmdin á verkefninu felst í að skima málþroska og undirbúningsþætti lestrarnáms í leik- og grunnskólum. Eftir skimanir eru settar í gang markvissar aðgerðir með þeim börnum sem skimast í áhættu sem byggja á viðurkenndum aðferðum. Markmiðið er að Breiðholtið vinni í framtíðinni eftir sameiginlegri læsisstefnu sem gengur þvert á leik- og grunnskóla. Á málstofunni verður fjallað um tilurð verkefnisins, snemmtæka íhlutun, framkvæmdina á verkefninu og hvernig vinnan hefur skilað sér inn í leik- og grunnskóla Breiðholts.


Hér má sjá dagskrá ráðstefnunnar.