Hvernig er hægt að gera starf læsisteyma sem áhrifaríkast? Á þessari skýringamynd af læsisteymi grunnskóla er reynt að skýra hlutverk hvers og eins í læsisteyminu og hvaða ábyrgð viðkomandi ber gagnvart skólasamfélaginu.

Megináherslan er að hvert skólastig hafi sinn fulltrúa í læsisteymi og að læsisteymið sé þannig vettvangur faglegrar umræðu/speglunar milli aldursstiga og hagsmunahópa. Mikilvægt er að allir angar skólastarfssins hafi tengingu inn í læsisteymið sem og að upplýsingaflæði frá læsisteymi streymi jafnt og þétt.

Við hjá læsisteymi ÞB veltum því fyrir okkur hvort ekki megi bæta við fulltrúa nemenda á þessa skýringamynd.

Laesisteymi_verkferlar