Læsisstefna Breiðholts
Nú er loksins komin rafræn útgafa af læsisstefnu Breiðholts, vonandi nýtist hún öllum skólum hverfisins. Laesisstefna BREIDHOLT-lokaútgáfa
Nú er loksins komin rafræn útgafa af læsisstefnu Breiðholts, vonandi nýtist hún öllum skólum hverfisins. Laesisstefna BREIDHOLT-lokaútgáfa
Til þess að auka ílag í íslensku málumhverfi nýta foreldrar allt sem býðst. Við bendum sérstaklega á RÚV appið, sem hægt er að nýta til þess að horfa á vandað barnaefni á íslensku. Einnig er hægt að horfa á erlendis, sem mun eflaust nýtast íslenskum börnum víðs vegar um heiminn til þess að viðhalda íslenskunni […]
Nú í vikunni lýkur síðustu skilafundum á LOGOS skimun úr 3. bekk. Allir foreldrar eiga að fá upplýsingar frá skóla um stöðu barns í leshraða og lesskilningi.
Kennsluráðgjafar og sálfræðingar þakka góðar móttökur hjá kennurum og öllum flottu nemendunum í hverfinu okkar.
Hvernig er hægt að gera starf læsisteyma sem áhrifaríkast? Á þessari skýringamynd af læsisteymi grunnskóla er reynt að skýra hlutverk hvers og eins í læsisteyminu og hvaða ábyrgð viðkomandi ber gagnvart skólasamfélaginu.
Megináherslan er að hvert skólastig hafi sinn fulltrúa í læsisteymi og að læsisteymið sé þannig vettvangur faglegrar umræðu/speglunar milli aldursstiga og hagsmunahópa. Mikilvægt er […]
Úthlutun Sprotasjóðs fyrir skólaárið 2017-2018 liggur fyrir og hlaut lærdómssamfélagið í Breiðholti alls 1.700.000,- í úthlutun frá Sprotasjóði. Sjá hér.
Í þessari úthlutun felst gríðarleg traustsyfirlýsing til skólafólksins sem starfar í leik- og grunnskólum hverfisins.
http://www.sprotasjodur.is/is/um-sprotasjod/uthlutanir/2017-2018
Þær ánægjulegu fréttir bárust á vormánuðum að mannréttindaráð Reykjavíkur veitir Helgu Ágústsdóttur styrk að verðmæti 500.000,- til að vinna fræðslumyndbönd um málþroska og læsi.
Myndböndin verða tilbúin á haustmánuðum 2017.
Á síðunni Seljaleikskolar.is eru námskrár fjögurra leikskóla í Seljahverfi teknar saman á mjög aðgengilegan og flottan hátt. Á síðunni er heilmikið efni sem vert er að kynna sér og verkefnið sannarlega til fyrirmyndar.
1. nóv 2016 Frétt uppfærð. Kærar þakkir fyrir þátttökuna, hún var töluvert yfir væntingum og það er ómetanlegt að heyra frá svona mörgum foreldrum og kennurum úr hverfinu.
Nú er undirbúningur gerðar foreldrafræðslumyndbandanna hafinn. Sú leið var valin að óska eftir áliti foreldra og kennara Breiðholts um hvers konar fræðsluefni tengdu málþroska og læsi þeim finnist mest áríðandi […]
LÆM verkefnið verður með kynningu á starfi verkefnisins þann 17. september á ráðstefnu um menntavísindi á vegum Miðstöðvar skólaþróunar Háskólans á Akureyri og Menntamálastofnunar. Ráðstefnan hefur yfirskriftina LÆSI skilningur og lestraránægja.
Hér má sjá dagskrá ráðstefnunnar.
Starf vetursins er nú í undirbúningi og verður fyrsti fundur stýrihóps 21. september.
Þær ánægjulegu fréttir bárust í sumar að Læsi – allra mál hefði hlotið styrk að andvirði 1.000.000,- úr þróunarsjóði innflytjenda til gerðar stuttra fræðslumyndbanda tengdum málþroska og læsi ætluð foreldrum hverfisins. Myndböndin verða unnin í vetur og þýdd og talsett á tungumál hverfisins. Myndböndin verða síðan aðgengileg öllum á vimeo rás Læsi – allra mál. Gert er […]
Lestrarskimunum að mestu lokið í 6. bekk grunnskólanna fimm í Breiðholti. Skimað var með mælitækinu LOGOS. Þjónustumiðstöð Breiðholts sá um skimanir í samstarfi við skólana.
Lestrarskimanir eru hafnar í 6. bekk. Lestrarhraði og lesskilningur er mældur hjá öllum nemendum 6. bekkja í Breiðholti. Kennsluráðgjafar frá Þjónustumiðstöð Breiðholts sjá um að skima nemendur með greiningartækinu LOGOS.
Einungis er mældur lestrarhraði og lesskilningur auk þess að þar sem lestrarhraði mælist undir ákveðnum viðmiðunarmörkum er umskráningarfærni nemenda mæld með lestri bullorða og lestri út […]
Annar stýrihópsfundur verkefnisins Læsi- allra mál var haldinn 16. september í Gerðubergi. Þar hittust fulltrúar flestra skólanna og ræddu framkvæmd verkefnisins. Mikill áhugi er fyrir sameiginlegri læsisstefnu hverfisins sem myndi ramma inn starf í þágu læsis innan Breiðholts. Skólarnir héldu kynningar á vinnu með mál og læsi, og ljóst er að mikil gróska er í […]
Fréttabréf september er komið út.
Undirbúningur skimana vegna Læsis-allra máls verkefnisins er í fullum gangi. Mikill hugur er í fagfólki í grunn- og leikskólum hverfisins og hafa margir sótt sér réttindi á verkfæri til skimana s.s. EFI2 og Leið til læsis. Einnig fékk stór hópur réttindi á LOGOS greiningatækið nú í september.