Hagnýtt efni

Skiljanleiki tals í samhengi – matslistar á 65 tungumálum

, , , ,

Þegar barn talar tvö eða fleiri tungumál getur verið erfitt að átta sig á stöðu málþroska. Stærsta hindrunin er sú að hvorki foreldrar né starfsfólk skóla hefur forsendur til þess að meta hvort barnið sé […]

Tungumál er gjöf

, , , ,

Nýverið opnaði vefurinn Tungumál er gjöf. 

Vefurinn inniheldur ógrynni af efni fyrir leikskóla og nýtist bæði fagfólki og foreldrum sem vilja efla málþroska barna. Vefurinn er hannaður með tví- eða fjöltyngd börn í huga en nýtist […]

Tímalína

,

Sniðug leið til þess að halda utan um málörvun á leikskólastigi og í yngstu bekkjum grunnskóla.

Hér er skjalið á word-sniði sem hægt er að fylla inn í á tölvutæku: tímalína

Jólalestrarbingó

, ,

Vefur Heimilis og skóla geymir alls konar gullmola. Einn þeirra er þetta lestrarbingó í jólaþema. Tilvalið að nýta á aðventunni, sem nálgast nú óðfluga.

 

Leggjum börnum lið við lestur

, , , , ,

Heimili og skóli hafa gefið út mikið af efni ætlað foreldrum. Þessi fallegi bæklingur tekur saman ýmsar hagnýtar upplýsingar um lestrarnám barna.

Lestur er lykill

, ,

Í þessum bæklingi frá fyrrum námsgagnastofnun er farið yfir nokkur mikilvæg atriði sem foreldrar geta tileinkað sér til þess að styðja við lestrarnám barna sinna. Þó að bæklingurinn sé fremur lítið fyrir augað er farið […]

Menningarmót

, ,

Menningarmót er kennsluaðferð sem allt of fáir þekkja. Aðferðin nýtist afskaplega vel til þess að fá fjölbreytta hópa til þess að deila broti af reynsluheimi sínum. Menningarmót nýtast því vel í hvers kyns málörvunarstarfi og […]

Móðurmálskennsla

,

Móðurmál : samtök um tvítyngi halda úti móðurmálskennslu á mörgum tungumálum hverfisins. Mjög mikilvægt er að börn læri móðurmál sitt á dýptina. Til þess að viðhalda áhuganum á móðumálinu skiptir miklu máli að börn hitti önnur börn […]

Foreldravefur Reykjavíkurborgar

, ,

Foreldravefur Reykjavíkurborgar geymir sístækkandi gagnasafn og mikið af upplýsingunum sem þar leynast hafa verið þýddar yfir á önnur tungumál. Segja má að vefurinn stækki í hljóði því í hvert skipti sem maður opnar vefinn finnur […]

Unnið með lesskilning með gagnvirkum lestri

, ,

 

 

Á þessari sænsku síðu er fjallað um hvernig hægt er að vinna með lestur og ritun eftir aðferðum gagnvirks lesturs. Aðferðin byggir á hlutverkaleik þar sem nemendur setja sig í spor ólíkra persóna, sem hver […]

Þrískipt lestrarferli

, , ,

Fengið af vefnum Allir með
I.
Kennari byrjar á því að búa til orðalista yfir erfið orð í bókinni eða menningarlegar vísanir sem líklegt er að fari fyrir ofan garð og neðan hjá einhverju barnanna. Hann getur […]

Lesskilningsleikur

,

Sniðugur teningaleikur tilvalinn til þess að vinna með lesskilning. Tilvalið að nota leikinn í smærri hópum þar sem nemendur skiptast á að kasta og svara spurningum. Lykilatriði er að allir taka til máls. Leiðbeinandi inni í […]

Tímavaki í lestrarkennslu

,

Tímavakar eru sniðugir í lestrarþjálfun og gefa góða raun í bekkjarstjórnun. Hægt er að stilla klukkurnar eftir þörfum og til eru nokkrar útgáfur af bekkjarklukkum.

 

Nóvemberlestur frá kennarinn.is

, ,

Á vefnum kennari.is er að finna vandað stuðningsefni við heimalestur. Nóvemberlestrarheftið er komið út og hægt er að hlaða því niður hér.

Fleiri hefti eru fáanleg á sama vef og við fylgjumst spennt með framhaldinu.

Dyslexíu-letur

Hér má finna áhugaverða grein um smíði leturgerðar fyrir lesblinda.

 

Stafirnir eru viljandi hafðir jafn breiðir til þess að auka læsileika letursins. Hver stafur er einfaldaður í útliti og línurnar í neðsta hluta stafanna eru breiðari en […]