Háteigsskóli verður fyrsti formlegi “Menningarmótsskóli”

Á opnun síðunnar www.menningarmot.is verður tilkynnt að Háteigsskóli verði fyrsti formlegi “Menningarmótsskóli” í Reykjavík. Skólinn hefur notfært sér verkefnið síðastliðin 7 ár og fest það inn í starf sitt með því að halda alltaf Menningarmót í 5. bekk. Verkefnastjóri hefur verið með kynningu fyrir allt starfsfólkið, leiðbeint kennurum og nemendum, og lykilstarfsmaður skólans hefur haldið utan um verkefnið. Á næstu dögum birtist hér frétt um hvernig skóli gerist “Menningarmótsskóli”.

logo_texti2_helvetica-01