Á gagnvirka kortinu sem er í mótun er hægt fá innsýn í reynsluheim barna á ólíkum stöðum á Íslandi með því að smella á rauðu staðsetningartáknin.
Börn setja mark sitt á Íslandskortið
Í tilefni 80 ára afmælis íslenska lýðveldisins var efnt til verkefnisins Heill heimur af börnum – börn setja mark sitt á íslandskortið, sem byggir á hugmyndafræði Menningarmótsins. Framtakið er í samstarfi við Safn Jóns Sigurðssonar og Þjóðgarðinn á Þingvöllum. Íslandskortið var afhjúpað á Þingvöllum þann 15.6 með aðstoð mennta- og barnamálaráðherra, Ásmundar Einars Daðasson og umboðsmanna barna, Salvarar Nordal. Heiðursgestirnir, börnin, gerðu sólir sem sýndu styrkleika og áhugamál þeirra og fallegan tungumálaregnboga með mikilvægum orðum og gildum sem voru þýdd yfir á tungumál þeirra í anda verkefnisins. Nýja gagnvirka Íslandskortið er í mótun og mun þróast áfram þannig að fleiri börn á Íslandi komist á kortið.
Kortið var einnig kynnt á hátíðardagskrá á Hrafnseyri í tilefni lýðveldisafmælisins og er til sýnis á Safni Jóns Sigurðssonar.
Fjömiðlaumfjöllun:
![](http://tungumalatorg.is/menningarmot/files/2024/06/IMG_8502.jpeg)
![](http://tungumalatorg.is/menningarmot/files/2024/06/IMG_8736.jpeg)
![](http://tungumalatorg.is/menningarmot/files/2024/06/IMG_8737.jpeg)
![](http://tungumalatorg.is/menningarmot/files/2024/06/IMG_9999.jpeg)
![](http://tungumalatorg.is/menningarmot/files/2024/06/IMG_8505.jpeg)
![](http://tungumalatorg.is/menningarmot/files/2024/06/IMG_8471.jpeg)
![](http://tungumalatorg.is/menningarmot/files/2024/06/IMG_8504.jpeg)
![](http://tungumalatorg.is/menningarmot/files/2024/06/IMG_8533.jpeg)
![](http://tungumalatorg.is/menningarmot/files/2024/06/IMG_8752.jpeg)