Á opnun síðunnar www.menningarmot.is verður tilkynnt að Háteigsskóli verði fyrsti formlegi “Menningarmótsskóli” í Reykjavík. Skólinn hefur notfært sér verkefnið síðastliðin 7 ár og fest það inn í starf sitt með því að halda alltaf Menningarmót í 5. bekk. Verkefnastjóri hefur verið með kynningu fyrir allt starfsfólkið, leiðbeint kennurum og nemendum, og lykilstarfsmaður skólans hefur haldið utan um verkefnið. Á næstu dögum birtist hér frétt um hvernig skóli gerist “Menningarmótsskóli”.
You may also like
Á Alþjóðadegi menningarlegrar fjölbreytni, 21. maí ár hvert, verður tilkynnt hvaða skólar séu orðnir formlegir Menningarmótsskólar. Verkefnið Menningarmót – fljúgandi teppi hefur […]
Líkt og mörg verkefni Borgarbókasafnsins sem tengjast fjölmenningarstarfi fagnar verkefnið Menningarmót – Fljúgandi teppi tíu ára afmæli í ár. Verkefnið gengur út […]
Fellaskóli og Ölduselsskóli hafa nú slegist í hóp Menningarmótsskóla. Báðir skólarnir hafa haldið fjölmörg Menningarmót síðan verkefnið var innleitt á Íslandi 2008. […]
Kristín R. Vilhjálmsdóttir kom með Tungumálatorgið í Tækniskólann vorið 2022. Undirbúningur var til fyrirmyndar og vorum við mjög spennt að byrja. Verkefnið var […]