Framtíðarstarf

Markmið:

Að hvetja nemendur til að spá í framtíðina og hvernig þeir geta unnið að því að láta drauma sína rætast.

  • Hvað ætlar þú að gera að loknu lokaprófi í grunn- eða framhaldsskóla?
  • Hvað gætirðu hugsað þér að starfa við í framtíðinni?
  • Hvaða leið þarftu að fara til þess að komast í þetta starf?
  • Þekkirðu eitthvað til starfsins? Hvað?
  • Farðu á vettvang og taktu viðtal við einhvern sem gegnir þessu starfi.
  • Taktu viðtal við námsráðgjafa í þeim skóla sem veitir tilskilda menntun.
  • Hefurðu möguleika á því að stunda þetta starf annars staðar en á Íslandi?
  • Hvaða námsgreinar eru forsenda þess að þú getir stundað nám eða starf í öðrum löndum?

Verkefni:

Upplýsingum safnað saman og gefnar út í blaði, á myndbandi eða á vefsíðu í formi greina, viðtala eða þátta.

Verkefnum skipt milli nemenda. Hver hópur sér um ákveðið verkefni með það fyrir augum að um landkynningu sé að ræða og verkefnaskipti milli landa (landshluta).

Stærð verkefnisins getur verið mismunandi, mögulegt er að velja eitt verkefni eða fleiri.

Nýttu þér síðuna Unga fólkið sem er hluti af Norðurlönd fyrr og nú.