Unglingar í fjölmiðlum

Markmið: Að unglingar horfi með gagnrýnum augum á hvernig um þá er fjallað sem markhóp í fjölmiðlum.

  • Hvernig eru unglingar sýndir í þessum blöðum?
  • Er munur á því hvernig unglingar eru sýndir í auglýsingum, fréttum, greinum eða viðtölum?
  • Við hvernig krakka eru tekin viðtöl?
  • Um hvernig krakka er fjallað í fréttum?
  • Hvaða efni er ætlað unglingum?
  • Hver er uppáhaldsteiknimyndapersónan?
  • Hvaða teiknimyndasaga er skemmtilegust?
  • Flokkaðu umfjöllun um unglinga eftir efni og svo eftir löndum og gerðu þér grein fyrir sérkennum hverrar þjóðar.
  • Hvaða þættir eru skemmtilegastir í sjónvarpi?
  • Hvers konar tónlist hlustarðu á?
  • Hver er þinn uppáhaldstónlistarmaður/hljómsveit, íslensk?
  • Hvernig lítur vinsældalistinn (tónlist og myndbönd) út hér á landi miðað við önnur lönd?

 

Verkefni:

Farðu inn á síðuna Musik på nordiska språk, hlustaðu á tónlistina, lestu textana og nýttu þér verkefnin sem fylgja.

Þekkirðu aðra norræna listamenn sem þú vilt vekja athygli á? Aflaðu þér upplýsinga á netinu og youtube.