Listamenn

Nemendur kynna sér nöfnin á listanum.

  • Hverjir eru þessir listamenn og hverrar þjóðar?
  • Hver er listgrein þeirra?
  • Á hvaða tíma störfuðu þeir?
  • Hver eru þekktustu verk þeirra?

Nemendur velja sér eitt nafn og leita upplýsinga og kynna fyrir
bekkjarfélögum sínum.

Æskilegt væri, að þeir sýndu myndverk, kynntu tónlist, bút úr kvikmynd eða læsu upp úr verkum listamannsins.  (Vert er að benda á verkefnið um bókmenntir og kvikmyndir.)

Má tengja „Norrænum dögum“.
Kanna má hvort einhverjar norrænar hljómsveitir eru á vinsældalistanum,  norrænar kvikmyndir á alþjóðavettvangi eða í kvikmyndahúsunum, nýútkomnar bækur og myndlistasýningar á döfinni.