Listgreinar

Markmið: Að víkka sjóndeildarhring nemenda og kynna fyrir þeim norræna tónlistarmenn, tónskáld, rithöfunda, leikstjóra, leikara, hönnuði, arkitekta, myndlistarmenn, sem þekktir eru víða um heim. (Listinn er afar ófullkominn.)

Nefndu nokkrar listgreinar.

  • Hvaða listgreinar stundar þú (í skólanum, utan skólans)?
  • Þekkir þú náið einhvern listamann?
  • Við hvaða listgrein starfar hann?
  • Geturðu nefnt einhverja fræga listamenn?
  • Hvaða listgreinar stunda þeir?

Nemendur kynna sér ýmsar listgreinar og reyna sjálfir fyrir sér á þeim vettvangi.

  • Teikna eða segja frá þeirri listgrein, sem þeim féll best.
  • Hvaða listgrein er vinsælust?

Upplýsingum safnað saman og þær birtar öðrum nemendum í vefsíðu, á bloggsíðu eða wikisíðu með skjákynningum (PowerPoint), myndaalbúmi (Bookr eða Flickr Toys), blaði (Glogster), uppsláttartöflu eða myndbandi.