Rannsóknarverkefni

Markmið:

  • Að vinna stutt rannsóknarverkefni sem tengist vöruframboði, neytendaþekkingu og verðlagningu á norrænum vörum.
  • Að læra að setja niðurstöður fram á viðeigandi hátt með viðeigandi orðfæri.

Hópverkefni

Nemendur vinna saman í hópum: Þeir útbúa könnun til að fara með í verslanir. Listarnir verða að vera þannig úr garði gerðir að svarandi eigi kost á nokkrum svarmöguleikum (t.d. 1,2,3,4,5).

Tilgangurinn er að kanna hvort

  • kaupmenn og neytendur vita að vörurnar eru norrænar
  • hvernig þeim líkar við ákveðnar vörutegundir.

Nemendur taka saman niðurstöður og setja fram í formi stöpla eða skífurita. (Samvinna við stærðfræði). Niðurstöður kynntar með viðeigandi orðaforða.

Samskiptaverkefni

Ef nemendur eiga norrænan samskiptabekk mætti spyrja hann um vörur í heimalandinu og gera verðsamanburð á sömu vörutegundum hér heima og í framleiðslulandinu. Benda má nemendum á að nýta Myntbreyti á heimasíðum bankanna til að umreikna í viðeigandi mynt.

Nemendur taka saman niðurstöður og setja fram í formi stöpla eða skífurita. (Samvinna við stærðfræði). Niðurstöður kynntar með viðeigandi orðaforða.