Vasapeningar

Markmið:

  • Að nemendur kynnist tengslum vinnu og launa.
  • Að nemendur skoði laun sín umreiknuð í aðra gjaldmiðla.

Færðu vasapeninga?

  • Hvað er upphæðin há á viku?
  • Þarftu að vinna fyrir þeim?
  • Hefurðu einhvern tímann fengið laun fyrir vinnu?
  • Hvaða vinna var það?

Kannaðu hvernig þessu er háttað hjá jafnöldrum annars staðar.

Hvað eru laun?

  • Hvað heitir íslenski gjaldmiðillinn?
  • Hvað geturðu fengið margar danskar, sænskar, norskar krónur fyrir 1000 íslenskar. Nýttu þér Myntbreyti á heimasíðum bankanna.
  • Hvaða gjaldmiðill er í Finnlandi, Danmörku, Noregi og Svíþjóð? Hvað fæst mikið af honum fyrir 1000 íslenskar krónur?

Umreiknaðu vasapeningana þína í einhvern norrænan gjaldmiðil, verð á bíómiða og einhverju algengu sælgæti.

Kannaðu hvað af eftirlætissælgætinu þínu er framleitt á Norðurlöndunum.