Ferðasýning

Markmið: Að nemendur kynni sér vel eitt norðurlandanna og setji upp ferðasýningu þar sem öll norðurlandanna eru kynnt.

Hópvinna:

  • Hver hópur kynnir sitt land t.d. með myndböndum, myndum og heimatilbúnum bæklingum.
  • Hægt er að samþætta fleiri greinar í verkefninu s.s. heimilisfræði, samfélagsgreinar og norræn mál.

Eftir ferðakynninguna gerir hver nemandi ferðaáætlun fyrir sig og félaga sína:

  • Nemandinn þarf að skipuleggja 10 daga ferð með viðkomu í tveimur Norðurlandanna (til viðbótar því sem hann er búinn að kynna).
  • Í ferðaáætluninni þarf að gera grein fyrir kostnaði, á hvaða hátt er ferðast, gistingu, hvað á að gera og hvað á að sjá.
  • Hvaða gjaldmiðill er notaður í landinu?
  • Hvert er gengi hans miðað við íslensku krónuna? Nota Myntbreyti á heimasíðum bankanna.
  • Upplagt að nýta sér upplýsingar frá samskiptabekk  á neti í tengslum við bekkjarheimsóknir.
  • Munið eftir að skrifa þakkarbréf til gestgjafanna!