Ferðin

Markmið:

  • Að nemandinn taki saman þekkingu sína á norðurlöndunum og setji fram í rituðum texta.
  • Að nemandinn undirbúi ferð til norðurlandanna.

Að lokinni ferðasýningu á nemandinn að hafa á valdi sínu miklar upplýsingar um Norðurlönd.

Þessar upplýsingar notar hann til að semja dagbók.                                

Í dagbókinni þarf að koma fram hvert hann fer, hvað hann sér, hvað honum finnst um staðinn o.s.frv.

Skilyrði að a.m.k. tvö lönd komi við sögu.

Gott er að nota ferðabæklinga og póstkort til að myndskreyta dagbókina og ferðalýsinguna.

Undirbúið ferð til Norðurlandanna.

Útbúið til litla orðabók, með orðum og setningum, sem nemendur álíta að komi þeim að gagni í ferðinni.

Hvaða upplýsingar þurfið þið að hafa til að njóta heimsóknarinnar?

Þið þurfið að semja spurningar á norrænu máli til að senda til væntanlegra gestgjafa um veðurfar, klæðnað, gistingu, mat, vasapeninga, skemmtanir, ferðalög, verð á strætómiða, bíómiða, á hamborgara, pylsu, pizzu og gosdrykk o.s.frv.

Netið og er kjörinn vettvangur fyrir slíka upplýsingamiðlun.