Íþróttaiðkun

Markmið:

 • Að nemendur fái yfirlit yfir íþróttaiðkun sem tengd er norðurlöndunum í hugum fólks og sögulegu samhengi.
 • Að nemendur tengi eigin íþróttaiðkun og -áhuga íþróttaiðkun á norðurlöndum.

 • Hvað gerir þú í íþróttatímum í skólanum?
 • Tekur skólinn þinn þátt í Skólahreysti?
 • Hvernig hefur það gengið?
 • Hvaða íþróttir stundar þú (fjölskylda þín)?
 • Hvað flokkast undir almenningsíþróttir? Hverjir stunda þær?
 • Hvað heita íþróttagreinarnar á Norðurlandamálum?
 • Þekkirðu nöfn einhverra íþróttamanna, sem stunda einhverjar þessara greina?
 • Veistu um einhverja Íslendinga sem stunda íþrótt sína á öðrum Norðurlöndum?
 • Eru einhverjir Norðurlandabúar eru virkir í íþróttalífi á Íslandi?
 • Hvaða norrænar íþróttastjörnur hafa öðlast heimsfrægð eða náð á pall á Ólympíuleikum eða heimsmeistaramóti? Nýlega? Áður fyrr?

Verkefni:

 • Nemendur semja ýmsar spurningar og senda jafnöldrum sínum í samskiptabekk – innlendum eða á norðurlöndunum.
 • Nemendur viða að sér fróðleik úr dagblöðum, tímaritum og munnlegum heimildum.
 • Nemendur búa til yfirlit yfir helstu íþróttagreinar hvers lands og gera grein fyrir stærstu nöfnunum í hverri íþróttagrein.
 • Líka má útbúa tölulegt yfirlit yfir vinsælustu íþróttagreinar í hverju landi og árangur á heimsmælikvarða og bera saman milli landa.