Kennslufræði

100 orða ögrunin

100 orða örgunin er ritunarverkefni sem vikulega er lagt fyrir börn og unglinga í ákveðinn tíma . Nemendur fá kveikju í orðum, setningu eða mynd. Nemendur eiga síðan að nota 100 orð til að ljúka sköpunarverki sínu. Verk nemenda eru sett inn á bekkjarbloggið.

Starfsreglur

  • Ef kveikjan er í orðum, verða nemendur að nota þau í rituninni sinni og bæta við þau 100 orðum til viðbótar.
  • Ef kveikjan er mynd, semur nemandinn 100 orða texta (hvorki meira né minna ) tengdan þeim innblæstri sem myndin veitir honum/henni.
  • Textinn/sköpunin þeirra er sett út á bekkjarbloggið.

Ábyrgð lesenda

  • Nemendur í öðrum hópum fara inn á bloggið, lesa textana  og koma með athugasemdir/uppörvun.
  • Mikilvægt er að sjá til þess að nemendur eigi auðvelt með að senda inn athugasemdir – engin þörf fyrir innskráningu/lykilorð eða aðrar hindranir.
  • Mikilvægt er að hvetja nemendur til að koma með uppörvandi athugasemdir.
  • Aðalatriðið er að nemendur fái endurgjöf á vinnu sína og sköpunarverk.
[/expand]

Ferilritun

Tvær ástæður eru fyrir því að ferilritun hefur fengið byr undir báða vængi: Ritun er gagnvirkt ferli þar sem leikendur eru tveir, sendandi og móttakandi. Sendandi, sá sem skrifar, hugsar um móttakandann á meðan hann/hún skrifar og móttakandinn bregst við textanum á einn eða annan hátt. Sendandinn fær svörun frá kennara og samnemendum á meðan á ferlinu stendur. Hin ástæðan er að ferlinu er skipt í þrjú stig, hugmyndastig, ritunarstig og ritstjórnarstig. Það þýðir að maður einbeitir sér að einum hluta ferlisins í einu (þankahríð, ritun og umritun og svo þegar öllu er safnað sama í heild) – og verkið þróast áfram með hjálp lesendanna.

Vert er að benda á vefinn Ritfærni og Ritbjörg í þessu samhengi.

Gott að muna

  • Byrjaðu á því að skrifa svo hratt og þú getur – líka á meðan þú lest, allt sem þú getur fundið eða dettur í hug.
  • Notaðu ferilritun: safna upplýsingum, skrifaðu niður allar hugmyndir, gerðu uppkast, gera hugarkort og finna tilvitnanir, teikningar og myndir.
  • Skrifaðu uppkast og glósur við þá kafla sem þú veist eitthvað um.
  • Skrifaðu allar hugmyndir sem koma þér í hug á meðan þú lest og skrifar.
  • Flokkaðu hugmyndir þínar og glósur í skynsama röð með því að setja númer á atriðin eða með því að útbúa orðablóm eða hugtakakort.
  • Gerðu uppkast þar sem þú skrifar hugmyndir þínar og glósur í röð eftir númerum. Settu á þær yfirskriftir.
  • Það er í fínu lagi þótt eitthvað vanti og textinn sé götóttur. Þér dettur eitthvað í hug síðar.
  • Ferilritun gerist svona fram og tilbaka.  Þú skrifar smávegis, litla stubba í einu þegar andinn kemur yfir þig og þú færð góðar hugmyndir. Það má alltaf raða þeim öðruvísi eða koma þeim fyrir á öðrum stað þegar þú lest textann yfir.
  • Ekki vera hrædd(ur) við að skrifa of mikið og hugsanlega eitthvað sem þú notar svo ekki: umbætur og endurritun, endurskoðun og meiri endurritun gerir bara verkefnið betra og textann skýrari.

 

 

Endurgjöf

Uppbyggjandi endurgjöf

Kritik

[/expand]

Kannski væri gott að láta nemendur hafa ábendingar og dæmi um atriði til að skoða hvað er líkt og ólíkt í málunum.

Um Nordlys verkefnið segir kennari danskra barna í Luxembourg sem þátt tóku í verkefninu: „. . . mine elever synes, det har været rigtig sjovt, og jeg er sikker på at de er blevet mere bevidste om, hvor vigtigt, det er at kunne læse og forstå et nabosprog. De forsøger nu også at tale dansk med deres svenske kammerater her og at forstå svensk, når de taler sammen. Det har været et godt forløb.“

Sjá Norræn tungumál að fornu og nýju og Islandsk – gammelt og nyt på samme tid.