Norðurljós

Í landi norðurljósanna

Þú sem átt heima
með eyju í hjartanu
og víðáttur geimsins
stétt undir iljunum:

Réttu mér norðurljósin!
Ég ætla að dansa við unglinginn
sem heldur á stjörnunum.

Við roðflettum myrkrið
og afhausum eymdina.

© Einar Már Guðmundsson

 

[expand title=“Samvinnuverkefni á neti“ trigclass=“highlight“]

Verkefnið er hugsað fyrir samvinnuvettvang á neti fyrir lokaðan hóp nemenda, t.d. Moodle, Ning, PbWorks eða annað svipað.  Verkefnin eru ætluð nemendum sem eru með færni í einu norrænu málanna á þrepi A2 – C1 mælt á mælistiku Evrópurammans. Verkefnin henta því vel nemendum í efstu bekkjum grunnskóla og nemendum í framhaldsskóla.

Hver nemandi skrifar á sínu tungumáli og viðtakendur svara á sínum málum. Til að byrja með eru öll verkefni eingöngu á íslensku og dönsku, en einnig má hugsa sér að þau megi nota sem lestrarþjálfun í íslensku og dönsku fyrir nemendur sem eiga norsku, sænsku og færeysku að móðurmáli.

Vonir standa til að verkefnið styðji hugmyndina um skyldleika tungumálanna og gegnsæi þeirra og vekji athygli nemenda á því að stór hluti undirstöðuorðaforða málanna er sameiginlegur.

ISLEX- veforðasafnið og Frasar.net eru gagnleg hjálpartæki.

Verkefnin bjóða upp á margs konar samvinnumöguleika, t.d. milli nemenda rá Íslandi og Færeyjum; Íslandi, Færeyjum og Vestur – Noregi, auk samvinnu milli nemenda í norsku, sænsku og dönsku. Þetta er ein leið til að mæta ákvæðum í námskrám sem kveða á um að nemendur kynnist öðrum norrænum tungumálum, en þeirra eign.

[/expand]

 

Góða skemmtun

Brynhildur Anna Ragnarsdóttir

Erika Frodell

Gry Ek Gunnarsson

Personalet i Tungumálaver