Margvísleg starfsemi

Að undanförnu hefur verið unnið að ýmsum verkefnum sem tengjast menningu, máli og læsi í Okkar máls verkefninu í Fellahverfi.

Nefna má gagnkvæmar heimsóknir á milli skóla, spjaldtölvu- og málörvunarverkefni, fundi stýrihóps, vinnu samráðshóps og verkefnastjóra að áætlun um mál og læsi, aðkomu fræðimanna að rannsóknarþættinum, styrkjavinnu, mótun framtíðarskrefa og margvíslega kynningarstarfsemi.

Í upphafi næsta árs verður haldinn sameiginlegur starfsdagur þátttakenda í verkefninu og unnið áfram með áherslur verkefnisins.

Myndir frá Okkar máls verkefninu haust og vetur 2013