Áframhaldandi og mikilvægur stuðningur

Skóla- og frístundaráð hefur úthlutað Okkar máls verkefninu framhaldsstyrk sem mun nýtast vel til að fylgja eftir markmiðum þessa 5 ára þróunarverkefnis.

Við úthlutun þróunarstyrkja í ár var sérstaklega horft til verkefna sem miða að því að efla fjölmenningarlegt skóla- og frístundastarf, en tilgangur styrkveitinga er að stuðla að nýbreytni, fagmennsku, auknu samstarfi og rannsóknum.