Námskeið fyrir skóla í nýrri ritunarnálgun

Skólar geta pantað til sín heils dags námskeið í 6+1 vídd ritunar eða skipt námskeiðinu á tvo eftirmiðdaga. Vinsamlegast hafið samband við Huldu Karen Daníelsdóttur verkefnastjóra SÍSL verkefnisins hulda.karen.danielsdottir@reykjavik.is varðandi námskeið í skólanum þínum. Námskeiðið er styrkt af Endurmenntunarsjóði grunnskóla.
Á námskeiðinu fá þátttakendur þjálfun í nýrri ritunarnálgun sem byggir á 7 víddum ritunar. Víddirnar sem um ræðir eru hugmyndir, skipulag, rödd, orðaval, setningaflæði, rithefðir og framsetning.

This entry was posted in Fréttir. Bookmark the permalink.