Námskeið í PALS stærðfræði fyrir 2.-6. bekk

Dagur: mánudagurinn 11. september 2017
Tími: 15.00-18.00
Staður: Brekkuskóli sjá kort

Kennarar: Anna Kristín Arnarsdóttir og Svava Hjaltalín

Þátttökugjald: 6000
Greiðið viku fyrir námskeið.

Námskeiðið er styrkt af Endurmenntunarsjóði grunnskóla. Þátttakendur greiða aðeins fyrir handbók, annar kostnaður er niðurgreiddur.

Gjaldið má greiða með því að leggja greiðslu inn á þennan reikning: 0133-26-012544, kt: 490317-1120 og senda tilkynningu um greiðslu á þetta netfang: hulda.karen.danielsdottir@gmail.com.
Vinsamlega setjið þessa skýringu við greiðsluna: Námskeið 11. sept. á Akureyri 2017.
ATHUGIÐ AÐ MEÐ SKRÁNINGU FELST SKULDBINDING UM AÐ GREIÐA ÞÁTTTÖKUGJALDIÐ – FORFÖLL VERÐUR AÐ TILKYNNA MEÐ FORMLEGUM HÆTTI ÁÐUR EN NÁMSKEIÐIÐ HEFST! 

Námskeiðið verður haldið ef a.m.k. 20 skrá sig.

Nánari upplýsingar um PALS stærðfræði má nálgast hér: http://tungumalatorg.is/sisl/files/2016/02/HULDA_PALS_edit4.pdf

http://tungumalatorg.is/sisl/

Almennt um PALS:

PALS aðferðin var þróuð af hjónunum Doug og Lynn Fuchs, sem bæði gegna prófessorsstöðum við Peabody College í Vanderbilt University í Tennesseefylki í Bandaríkjunum. Markmiðið með PALS er að gefa kennurum kost á að þjálfa samtímis hóp af nemendum í stafaþekkingu, lestri eða stærðfræði með jafningjamiðlaðri nálgun (félagakennslu). PALS nálgunin virkar mjög vel samhliða annars konar lestrar- og stærðfræðiaðferðum sem notaðar eru í almennri kennslu og í sérkennslu. Rannsóknir á PALS aðferðinni í lestri og stærðfræði hafa staðfest að flestir nemendur, hvort sem þeir eru afburðanemendur, í meðallagi eða slakir, sýna meiri framfarir en þeir sem ekki fá PALS þjálfun. Það sama gildir um nemendur sem glíma við námsörðugleika. Upplýsingar um rannsóknir á PALS má nálgast hér:http://kc.vanderbilt.edu/pals/research.html

SKRÁNING HÉR

This entry was posted in Uncategorized. Bookmark the permalink.