|
Mat á færni nemenda í stærðfræði og lestri á nokkrum tungumálum
Matstæki móðurmáls var þróað í Katalóníu og hefur nú verið að hluta til þýtt og staðfært til íslenskra nota. Markmiðið með efninu er að hjálpa kennurum að átta sig á stöðu nemenda sem flytja til landsins með annað móðurmál en íslensku, annars vegar í lestri á eigin móðurmáli og skilningi á latnesku stafrófi og hins vegar í stærðfræði.
Matstæki í móðurmáli (13.08.2012) |
Ruth Magnúsdóttir hefur góðfúslega gefið Tungumálatorginu leyfi til að birta bók sína Markviss námsmat fyrir nemendur með íslensku sem annað tungumál á torginu. |
Kennarar eru hvattir til að senda efni tengt námsmati inn á torgið.
[next]