Dagbók

Í upphafi námskeiðs fær hver þátttakandi aðgang að lokuðum fésbókar hópi „Spuni – upplýsingatækni í námi og kennslu“ sem þátttakendur og kennarar námskeiðsins hafa sameiginlegan aðgang að.

Á veggnum / tímalínu fara fram persónuleg, óformleg samskipti („kennarastofa“), sem og allt annað sem snertir ekki beint efnið á námskeiðssíðunum.

Á fésbókinni æfum við m.a. samskiptareglur á netinu – netiquette – og hrósum hver öðru fyrir afrek okkar, með orðum eða með „like-hnappnum„.

Á fésbók er líka vettvangur fyrir rýni þátttakenda á eigin ástundun og upplifanir – en þessar dagbókafærslur verða í formi skilaboða (messages á Facebook) til kennara.


Dagbókafærslurnar geta verið með ýmsum hætti, t.d. stuttar færslur þá daga sem þátttakendur eru virkir í námi sínu eða yfirlit yfir þátttöku í lok hverrar lotu.

Tilgangur með dagbókarfærslum er ígrundun eigin reynslu, skráning nýrra hugmynda, upplifana og sigra.