Undirbúningur kennslu

Ég fór í skólann í dag til að ljósrita og undirbúa morgundaginn. Fyrsti tíminn er á morgun 🙂 Möppur fyrir heimanám eru núna tilbúnar. Ég ákvað að leggja mesta áherslu á lestur og lesskilning í heimanáminu. Fyrir nemendur sem eru að byrja að læra að lesa á íslensku fann ég flottar bækur inn á www.skolavefurinn.is sem heita Léttlestrabækur skólavefsins. Ég valdi þessar bækur vegna þess að hægt er að prenta bækurnar út en líka er hægt að hlusta á upplestur. Hentugt hér, þar sem íslenska foreldrið er ekki alltaf heima til að aðstoða við heimanámið. Markmiðið er að lesa að minnsta kosti eina bók á viku Á vef Námsgagnastofnunar fann ég þessar sögur http://vefir.nams.is/skemmtilegt_og_sigilt/index.htm fyrir krakka sem eru orðin læs og markmiðið hér er það sama, a.m.k. ein bók á viku.

Hluti af náminu er að búa til portofolio eða ferilmöppu sem við söfnum verkefnum í. Hér má sjá hugmynd af slíkri möppu :http://www.vigfusina.is/ymislegt/ferilmappa.htm

Fyrir fyrsta tímann á morgun bjó ég til tvö verkefni sem fara í ferilmöppuna. Hugmyndin er að sýna þau hér en ég kann ekki að búa til pdf skjal. Þau verða sett hér inn þegar ég finn út úr því 🙂

Þessi færsla var birt undir Óflokkað. Bókamerkja beinan tengil.