Að byggja upp orðaforða

Í síðustu viku fengum við góðan gest frá Íslandi í heimsókn til okkar. Hún heitir Kristín Birta og er í 3. bekk í Glerárskóla á Akureyri. Við spiluðum meðal annars bingó en í þetta skipti var það ekki með tölum heldur með myndum af dýrum. Fjögur bingóspjöld er að finna á vefsíðunni www.vigfusina.is undir púsluspil og leikir. Á bingóspjöldunum eru samtals nítján orð og myndir af dýrum. Ég prentaði út spjöldin og klippti út fyrir þau myndir af dýrunum sem voru sett í krukku og svo skiptust þau á að vera bingóstjórar. Hlutverk bingóstjóra er að draga mynd úr krukkunni og lesa upphátt nafn dýrsins. Þessi leikur er gagnlegur til að byggja upp orðaforða og um leið spennandi og skemmtilegur.

Þessi færsla var birt undir Óflokkað. Bókamerkja beinan tengil.