Tvítyngiskennsla (tospråklig opplæring)

Íslenskukennslan á heimilinu er ekki skipulögð út í æsar heldur tvinnast hún saman við daglega lífið. Til dæmis hefur skapast sú venja hjá mér og Benedikt Leó að ég er til staðar þegar hann gerir skólaverkefnin sín. Þegar hann var yngri og við bjuggum á Íslandi var það til að gæta þess að hann gerði alltaf heimanámið sitt og útskýra fyrir honum ef hann skyldi ekki hvað af honum var ætlast.

Eftir að við fluttum til Noregs hefur þessi samvera okkar yfir heimanáminu orðið enn mikilvægari vegna þess að það gefur mér tækifæri til að íslenska hugtök og ný orð sem hann lærir á norsku. Það má segja að hér á heimilinu fari fram tvítyngiskennsla (tospråklig opplæring). Í Noregi er þetta hugtak notað þegar erlend börn fá útskýringar á náminu á móðurmálinu sínu.

Norðmenn gera greinarmun á því sem þeir kalla morsmål opplæring (móðurmálskennsla) og tospråklig opplæring (tvítyngiskennsla) en bæði hugtökin eru notuð yfir kennslu sem erlend börn eiga rétt á í norskum skólum á meðan þau eru að ná tökum á norsku. Það fyrrnefnda á við þegar til dæmis íslenskir nemendur fá kennslu í íslensku svo sem lestri, ritun og málfræði. Hið síðarnefnda felur í sér að nemendur fá aðstoð við námið sitt á móðurmáli sínu.

Erlend börn í Noregi eiga rétt á annað hvort móðurmálskennslu eða tvítyngiskennslu eða sambland af hvorutveggja (Opplæringslova § 2-8).

Þessi færsla var birt undir Óflokkað. Bókamerkja beinan tengil.