Heimasíða Tyssedal barneskole

Skólinn er komin með heimasíðu 🙂

http://www.tyssedal.barneskole.odda.no/index.php

Birt í Óflokkað | Slökkt á athugasemdum við Heimasíða Tyssedal barneskole

Að mæta ólíkum námsþörfum nemenda

Ég hef verið að velta fyrir mér hvernig best sé að haga íslenskukennslunni og sú leið sem mér líst best á er að setja upp námsstöðvar (e. learning centers) en það skipulag hentar afskaplega vel til að koma á móts við ólíkar námsþarfir nemenda. Þetta fyrirkomulag gengur undir ýmsum nöfnum og hef ég séð orðin hringekja, námsval og stöðvavinna notuð um þetta. Þar sem þetta skipulag er notað er kennslurýminu skipt upp í námsstöðvar þar sem sem nemendur vinna ýmist einir eða í hópum að lausn verkefna. Á „gömlu“ heimasíðunni hjá Hraunvallaskóla í Hafnarfirði er hægt að lesa sér til um námsstöðvar: http://www.hafnarfjordur.is/grunnskolar/upload/files/hraunvallaskoli/hraun_namsstodvar/namsstodvar_010506.pdf

Birt í Janúar 2011, Óflokkað | Slökkt á athugasemdum við Að mæta ólíkum námsþörfum nemenda

Nemendur eru ekki staddir á sömu blaðsíðu í sömu bók

Samkennsla árganga forðar kennurum frá þeirru villu hugans að nemendur séu staddir á sömu blaðsíðu í sömu bók sagði skólastjóri einu sinni við mig þegar ég kom sem kennaranemi í heimsókn í skólann hans. Með þessum orðum átti hann við að kennarar dyttu stundum í þá gryfju að ganga út frá því að eitt og sama námsefnið hentaði öllum nemendum í sama árgangi. Hann vildi meina að þegar árgöngum er samkennt eru kennarar meðvitaðri um hve nemendur eru ólíkir námslega. Mér hefur oft verið hugsað til þessara orða hans eftir að ég byrjaði að kenna því þau eru svo sönn. Þegar ég skoða nemendur mína hérna í Noregi út frá kunnáttu þeirra í íslensku er bilið á milli nemenda jafnvel enn meira en ég á að venjast sem kennari heima á Íslandi. Svona lítur nemendahópurinn minn út:

Benedikt (8 ára) – báðir foreldrar eru íslenskir, móðurmál er íslenska. Talar, skrifar og les íslensku. Hann var í íslenskum leikskóla og 1. og 2. bekk í grunnskóla á Íslandi. Í norskum grunnskóla í 3. bekk.

Benjamín (8 ára) – annað foreldri er íslenskt, móðurmál er íslenska og norska (tvítyngdur), talar íslensku. Hann hefur ekki lært að lesa né skrifa á íslensku. Hann hefur eingöngu gengið í norskan grunnskóla en var í leikskóla á Íslandi.

Helena (7 ára) – annað foreldri er íslenskt, móðurmál er norska, talar ekki íslensku. Hún kann ekki að lesa eða skrifa íslensku. Hún er fædd og uppalin í Noregi.

Birt í Janúar 2011 | Ein athugasemd

Leitin að námsefni

Nemendur hjálpast að við heimanámÉg hef notað töluverðan tíma í að viða að mér og útbúa námsefni. Mikið af efni er að finna á www.skolavefurinn.is sem hægt er að prenta út.  Á www.nams.is eru bækur, verkefnahefti og gagnvirkir vefir. Ég fékk líka margar góðar hugmyndir til að vinna út frá á www.skemman.is t.d. hef ég nýtt mér verkefni sem ætluð eru til dönskukennslu en þýdd þau yfir á íslensku. Á þessari slóð fann ég mörg góð verkefni sem henta vel fyrir nemendahópinn minn: http://skemman.is/stream/get/1946/961/3090/12/Verkefnahefti.pdf

Á vefnum hjá Björgu Vigfúsínu Kjartansdóttur, http://www.vigfusina.is/er mikið af flottu efni.

Leikir í kennslu: http://www.leikjavefurinn.is/index.php?f=leikir

Birt í Janúar 2011 | Slökkt á athugasemdum við Leitin að námsefni

Menningaraðlögun

Í umræðunni um menningaraðlögun koma fram hugtökin: samlögun, samþætting, aðskilnaður og einangrun eftir því hvernig innflytjendur aðlaga sig að nýrri menningu. Talið er að innflytjendur sjálfir hafi töluvert um það að segja hvernig aðlögun á sér stað en fleiri þættir spila hér einnig inn í svo sem hvernig nýtt samfélag tekur á móti innflytjendum og stefna stjórnvalda. Lengi vel var það útbreidd skoðun að þegar fólk settist að erlendis væri best að innflytjendur samlöguðust nýrri menningu með því að taka upp siði nýja landsins og viðhalda ekki menningu gamla landsins. Rannsóknir hafa hins vegar sýnt fram á að svo þarf alls ekki að vera. Norðurlöndin öll  hafa fallið frá samlögunarstefnu í innflytjendamálum og opnað fyrir möguleika innflytjenda til samþættingar að samfélaginu. Samþætting felur í sér að innflytjendur viðhalda eigin menningu og tungumáli samtímis því sem þeir tileinka sér menningarfærni í nýja landinu. Í Noregi, þar sem ég bý, eiga öll erlend börn rétt á móðurmálskennslu, ég þekki ekki ekki röksemdina fyrir því en ég geri ráð fyrir að þar liggi að baki fyrrnefnd samlögunarstefna í innflytjendamálum.

Birt í Janúar 2011 | Slökkt á athugasemdum við Menningaraðlögun

Stutt kynning

TyssedalÞessi vefsíða er sett upp í tengslum við móðurmálskennslu íslenskra barna í Tyssedal barneskole. Tyssedal liggur á milli hárra fjalla við Sørfjorden í Hordalandsfylki í Noregi. Í skólanum eru þrír nemendur sem eiga ættir að rekja til Íslands en þau eiga rétt á 4 tíma móðurmálskennslu á viku.

Á vefsíðunni er hægt að fylgjast með hvað við erum að gera í íslenskutímum, hvaða námsefni við notum og hvernig gengur hjá okkur. Öllum er velkomið að fylgjast með starfinu og það væri gaman að heyra frá ykkur.

Kveðja Kristín

Birt í Janúar 2011 | Ein athugasemd