Short Story Competition 2011

Celebration on November 3rd 2011 at Hlíðaskóli

The stories from The Short Story Competition in Reykjavík 2011

Renata Emilsson Pešková enskukennari í Hlíðaskóla stóð fyrir smásagnakeppni  í ensku. Á síðasta ári stóð hún fyrir innanskólakeppni en í ár bauð hún fleirum til leiks. 269 nemendur úr fimm skólum tóku þátt,í keppninni: Borgaskóla, Breiðholtsskóla, Grandaskóla, Hlíðaskóla og Laugalækjarskóla.

Keppt er í þremur flokkunum: 5./6. bekk, 7./8. og 9./10.  94 nemendur í yngsta flokki, 100 í miðhópnum og 75 í elsta hópnum. Úrslit í hverjum skóla voru kynnt á Evrópska tungumáladeginum, 26. september. Dómnefnd í lokaúrslitum er skipuð þeim Robert Berman og Samuel Lefever kennurum í ensku við Menntavísindasvið HÍ.

Smásagnakeppnin er verðugt framtak sem ber að hlúa að. Hún er öflug byrjun á skólaárinu og skapar tækifæri til lesturs smásagna og umræðna um þá þætti sem gera sögu að góðri sögu. Að auki er hún hvatning til nemenda um að vanda skrif sín, endurrita og bæta textann undir leiðsögn kennara og jafningja.

[next]