Þemavinna

Nemendur með íslensku sem annað tungumál taki þátt í: Allri þemavinnu, samvinnu og paravinnu þar sem nemendur sem eiga íslensku að móðurmáli styðja nemendur með íslensku sem annað tungumál.

Birt í Póstlisti | Merkt , , | Slökkt á athugasemdum við Þemavinna

Wikipedia

Nemendur og kennari geta fundið efni á Wikipedia á móðurmáli nemenda sem er nokkuð sambærilegt við efni í íslensku námsbókunum. Kennari og nemandi finna ensku þýðinguna á lykilhugtaki á íslensku og nota til þess Google Translate sem er á þessum vef: http://translate.google.com/#is|en| Síðan skoða þeir Wikipedia vefinn sem er á þessum vef:  http://www.wikipedia.org/ og slá inn enska hugtakinu. Til vinstri á síðunni má síðan sjá á hvaða tungumálum megi finna sambærilegar upplýsingar.

Birt í Póstlisti | Merkt , | Slökkt á athugasemdum við Wikipedia

Nám að loknum grunnskóla

Sendi ykkur upplýsingar sem gætu nýst nemendum sem læra íslensku sem annað tungumál og eru að ljúka námi í grunnskóla.

Af þessari slóð er hægt að prenta út fyrir nemendur bæklinga um nám að loknum
grunnskóla á 9 tungumálum:

Birt í Póstlisti | Merkt | Slökkt á athugasemdum við Nám að loknum grunnskóla

Í bóli bjarnar

Ég vildi vekja athygli ykkar á fjölmenningarlegu námsefni sem samið er af undirrituðum og samþættir lífsleikni, íslensku og samfélagsfræði. Námsefnið inniheldur barnabókina Í bóli bjarnar sem var skrifuð í samvinnu við nemendur Austurbæjarskóla veturinn 2008-2009.

http://skolavefurinn.is/_opid/_valmynd/islenska/bokmenntir/vinnubaekur.htm
(notið örvatakann uns þið komið að bókinni í Í bóli bjarnar)

Bókin er gefin út af Skólavefnum og inn á vefnum  er að finna vinnubók sem samin er út frá hugmyndafræði markvissrar orðaforðakennslu. Verkefnin eru samin í samvinnu við Guðmund Engilbertsson sérfræðing hjá Skólaþróunardeild Háskólans á Akureyri og byggja á þróunarverkefninu Orð af orði en það miðar að eflingu orðaforða og lesskilning. Í vinnubókinni er einnig rýnt í texta og raddirnar bakvið textann greindar með aðferðum
orðræðu- og samtalsgreiningar. Það er gert til þess að nemendur glöggvi sig betur á mun milli talmáls og ritmáls. Einnig er að finna á vefnum líkan að ráðstefnu þar sem efni bókarinnar er krufið og nemendur vinna í hópum með spurningar sem finna má á Skólavefnum. Hér er unnið með þann þátt Aðalnámskrár grunnskóla sem lýtur að töluðu máli og framsögn en hann vill oft gleymast í önnum daglegs skólalífs.

Í stuttu máli þá er Í bóli bjarnar barnabók með nokkuð ítarlegum orðskýringum. Hún segir sögu ungs Pólverja sem flytur til Íslands og við fáum innsýn inn í vandamálin sem mæta honum. Hér er markmiðið einkum að vinna að gagnkvæmri aðlögun en hún felur í sér að innfæddir þurfa líka að laga sig að menningu og þörfum þeirra sem hingað flytja. Krafan má ekki einungis vera sú að nýir Íslendingar lagi sig að þörfum innfæddra, hér á
miklu frekar að vera um að ræða nokkurs konar samstarfsverkefni.

Birt í Póstlisti | Merkt , , , | Slökkt á athugasemdum við Í bóli bjarnar

Kompás: handbók um mannréttindafræðslu fyrir ungt fólk

Á vef ráðuneytisins er nú hægt að nálgast Kompás: handbók um mannréttindafræðslu fyrir ungt fólk.

Um er að ræða þýðingu á ritinu: Compass a Manual on Human Rights Education with Young People.

Kíkið endilega í handbókina því í henni er margt sem nýta má t.d. í lífsleiknikennslu o.fl.

Birt í Póstlisti | Merkt , | Slökkt á athugasemdum við Kompás: handbók um mannréttindafræðslu fyrir ungt fólk

Stoðnám í íslensku

Þegar kemur að náttúrufræði og stærðfræði gæti þessi vefur nýst nemendum og kennurum: http://www.islenskuskolinn.is/stodnam/ Hugtökin eru sett fram í stafrófslista og tengd leitarvél.

Hugtökin eru birt á 10 tungumálum; albönsku, eistnesku, ensku, íslensku, litháísku, pólsku, rússnesku, spænsku, tagalog og tælensku.

Birt í Póstlisti | Merkt , , | Slökkt á athugasemdum við Stoðnám í íslensku

Upplýsingar og ráðgjöf í tengslum við kennslu nemenda með annað móðurmál en íslensku ATH! (Viðhengi vantar)

Hér má finna bækling sem Menntasvið Reykjavíkurborgar hefur unnið. Í bæklingnum er bent á  hvar kennarar geti leitað upplýsinga og ráðgjafar í tengslum við kennslu nemenda með annað móðurmál en íslensku.

Birt í Póstlisti | Merkt , , | Slökkt á athugasemdum við Upplýsingar og ráðgjöf í tengslum við kennslu nemenda með annað móðurmál en íslensku ATH! (Viðhengi vantar)

Handbók um móttöku

Minni á handbók um um móttöku innflytjenda í grunnskóla Reykjavíkur.

Upplýsingarnar sem þar eru geta nýst öllum skólum og er handbókin ekki síst mikilvæg í ljósi
þess að í Aðalnámskrá grunnskóla 2007 sem finna má á þessari vefslóð
http://bella.mrn.stjr.is/utgafur/adalnamskra_grsk_islenska.pdf stendur:


,,Hver skóli mótar áætlun um innritun og móttöku tvítyngdra barna og fjölmenningarlega kennslu.“

Birt í Póstlisti | Merkt | Slökkt á athugasemdum við Handbók um móttöku

Fjölmenningarvefur

Fjölmenningarvefurinn er á þessari slóð: fjolmenningarvefurbarna.net
Þar má finna námsvefi á 9 tungumálum.

Birt í Póstlisti | Merkt | Slökkt á athugasemdum við Fjölmenningarvefur

Fjölvaki

Á vef FJÖLVAKA er að finna upplýsingar og efni á mörgum tungumálum sem á að geta nýst kennurum, skólastjórnendum og fleirum í starfi þeirra með fjölskyldum af erlendum uppruna. Einnig getur vefurinn nýst íslenskum börnum og fjölskyldum þeirra sem búa í útlöndum.

Slóðin er:
http://www.fjolvaki.mcc.is/

Birt í Póstlisti | Merkt , | Slökkt á athugasemdum við Fjölvaki