Eftir fimm ár….?

Þegar kennarar skipuleggja kennslu út frá ákveðinni námsbók þá er þessi einfalda spurning gagnleg til að draga fram mikilvæg atriði og forgangsraða efninu: Hvað viljið þið að allir nemendur muni eftir 5 ár í viðkomandi efni … ?

Markmið kennaranna er að hugsa um það allra mikilvægasta sem þeir vilja að nemendurnir læri í tilteknu námsefni og þróa leiðir sem hjálpa þeim að auka við þekkingu sína. Það mikilvæga verkefni að tilgreina innihald sem allir, flestir og sumir nemendur munu læra hjálpar kennurunum að skýra, fyrst fyrir sjálfum sér og svo fyrir nemendunum hver námsmarkmiðin eru um tiltekið efni.

Hugmynd að kennsluplani,
smellið á myndina til að prenta út


Í ágúst 2011/AGJ

CC-LEYFI

Heimildir
Assisting year 7 students who need additional support. Programming and Strategies Handbook: Follow-up to ELLA. (1999). Canberra: Commonwealth of Australia. Sótt 26. apríl 2011 af http://www.schools.nsw.edu.au/media/downloads/schoolsweb/studentsupport/programs/disabilitypgrms/pshandbooksec.pdf