Menningarmót í Djúpavogsskóla

Í október 2022 var verkefnið Menningarmót – Fljúgandi Teppi innleitt í Djúpavogsskóla sem hluti af barnamenningarhátíðinni BRAS. Hér að neðan má sjá mat skólans á ferlinu.

Þetta var frábært verkefni, og þarft og við lærðum betur á hver við erum, bæði einstaklingar fyrir sig, skólinn sem skólasamfélag og þá partur af stærra nærsamfélagi.  Og svo var svo æðislegt að hittast sem hópur aftur eftir langt Covid-hlé að við erum farin að plana næsta hitting. Við lærðum að:

-Í Djúpavogsskóla komumst við að því að við státum við af 12 tungumálum sem tengjast nemendum og starfsfólki með einum eða öðrum hætti.

-Við gerðum okkur betur grein fyrir þeim nemendum sem búa við fleiri tungumál en íslensku og það leiddi hugann að því hvernig það er að vera með íslensku sem annað tungumál.

-Við gerðum okkur grein fyrir að mjög mörg börn í dag nota 2 – 3 tungumál í daglegu lífi sínu, t.d. á íþróttaæfingum, með skólafélögum sínum o.s.frv.

-Við gerðum okkur grein fyrir hvernig það að nota að jafnaði fleiri en eitt tungumál, er breyttur veruleiki barna í dag frá æsku foreldra þeirra.

-Við gerðum okkur grein fyrir, ungir sem eldri, hvað það er hollt að spurja sig af og til hvert við myndum fara á töfrateppinu og hverja við myndum hitta?

-Við gerðum okkur grein fyrir, ungir sem og ekki síður fullorðnir, hvað það er hollt að spurja sig af og til hvað það er sem lætur okkur glóa að innan?

-Það að skoða betur sinn innri mann getur vakið upp ýmsar tilfinningar eins og feimni, að skoða eigin sjálfsmynd, að vera tilbúin að opna fyrir sinn innri mann og kynnast betur, o.m.fl.

-Verkefnið tengdi betur saman samvinnu grunnskólans og listasafnsins í nærsamfélaginu.

-Verkefnið gaf okkur ástæðu og ýtti á okkur að bjóða á foreldrakvöld, sem hefur ekki gerst síðan fyrir Covid. Það var eftirtektarvert og ánægjulegt hvað fólk, ungir sem eldri, hefur saknað þess að hittast. Bæði nemendur og foreldrar töluðum um að við þyrftum að hittast fljótlega aftur. Verkefnið leiddi okkur að mannlegum og fallegum spurningum og tengdi betur saman bæði nemendur, kennara, foreldra og nærsamfélag, einnig í stóra samhengi alþjóðasamfélagsins, í mjög fallegu viðfangsefni.

Sjá einnig umfjöllun á verkefni í Tækniskólanum hér.