Í Vinafelli eru nemendur 10. bekkjar búnir að setja upp verslunina Fellakaup. Þar er hægt að gera góð kaup enda mikið vöruúrval. Nemendur 10. bekkjar bjuggu til öryggismyndavélar, peninga, umhverfisvæna innkaupapoka og margt fleira. Og eins og sjá má skemmtu leikskólabörnin sér vel í hlutverkaleik í Fellakaupum.
Leikskólabörn heimsækja frístund
Leikskólabörn frá Holti heimsóttu Vinafell sem nýtt er af samþættu skóla- og frístundastarfi 1. og 2. bekkjar Fellaskóla.





