Tvítyngiskennsla (tospråklig opplæring)

Íslenskukennslan á heimilinu er ekki skipulögð út í æsar heldur tvinnast hún saman við daglega lífið. Til dæmis hefur skapast sú venja hjá mér og Benedikt Leó að ég er til staðar þegar hann gerir skólaverkefnin sín. Þegar hann var yngri og við bjuggum á Íslandi var það til að gæta þess að hann gerði alltaf heimanámið sitt og útskýra fyrir honum ef hann skyldi ekki hvað af honum var ætlast.

Eftir að við fluttum til Noregs hefur þessi samvera okkar yfir heimanáminu orðið enn mikilvægari vegna þess að það gefur mér tækifæri til að íslenska hugtök og ný orð sem hann lærir á norsku. Það má segja að hér á heimilinu fari fram tvítyngiskennsla (tospråklig opplæring). Í Noregi er þetta hugtak notað þegar erlend börn fá útskýringar á náminu á móðurmálinu sínu.

Norðmenn gera greinarmun á því sem þeir kalla morsmål opplæring (móðurmálskennsla) og tospråklig opplæring (tvítyngiskennsla) en bæði hugtökin eru notuð yfir kennslu sem erlend börn eiga rétt á í norskum skólum á meðan þau eru að ná tökum á norsku. Það fyrrnefnda á við þegar til dæmis íslenskir nemendur fá kennslu í íslensku svo sem lestri, ritun og málfræði. Hið síðarnefnda felur í sér að nemendur fá aðstoð við námið sitt á móðurmáli sínu.

Erlend börn í Noregi eiga rétt á annað hvort móðurmálskennslu eða tvítyngiskennslu eða sambland af hvorutveggja (Opplæringslova § 2-8).

Birt í Óflokkað | Slökkt á athugasemdum við Tvítyngiskennsla (tospråklig opplæring)

Spurt að leikslokum fyrir 7-12 ára

Ég kenni ekki lengur íslensku í barnaskólanum en engu að síður held ég áfram að kenna Benedikt Leó, 10 ára gömlum syni mínum, móðurmálið heima. Hugurinn er stöðugt að leita eftir nýjum verkefnum svo ég ákvað að byrja aftur með bloggfærslurnar mínar. Við höfum búið í Noregi á þriðja ár og strákurinn minn hefur náð góðum tökum norsku og er stöðugt að bæta við sig orðum. Við tölum íslensku heima en það er orðið algengt að eitt og eitt norskt orð komi með þegar hann talar á íslensku. Venjulega eru það orð sem hann þekkir ekki eða hefur lítið notað á móðurmálinu. Stundum þýðir hann norsk orð yfir á íslensku til dæmis norska orðið solnedgang íslenskaði hann sem sólarniðurgangur en ekki sólarlag.

Stærsta hindrunin við að kenna heima er að litli maðurinn hefur engan skilning á mikilvægi íslenskunáms og hefur engan áhuga á að bæta við sig skólaverkefnum. Flestar tillögur mínar um að vinna verkefni á íslensku hafa mætt mótstöðu af hans hálfu. Ég tók þá ákvörðun að samtvinna námið við daglega lífið svo hann veit ekki að því sjálfur að nám er að fara fram. Þetta geri ég til dæmis með leikjum. Undanfarið höfum við spilað spil sem heitir Spurt af leikslokum fyrir 7-12 ára og það finnst honum mjög skemmtilegt. Spilið inniheldur tvenns konar spjöld annað með spurningum og hitt með táknum. Hvert tákn stendur fyrir ákveðinn flokk spurninga til dæmis stendur blár ferningur fyrir flokkinn; land, þjóð, tunga. Leikmaður velur sér flokk og fær spurningu í samræmi við hann. Tilgangurinn er að fá Benedikt Leó til að lesa meira á íslensku og það hefur tekist svo þessu spili hefur verið tekið fagnandi hér á heimilinu.

Við vorum svo heppin að Stekkjarstaur gaf honum í skóinn útgáfu af sama spili sem heitir Spurt að leikslokum, úr öllum áttum. Sú útgáfa er að vísu með þyngri spurningar og hentar betur eldri krökkum.

Birt í Óflokkað | Slökkt á athugasemdum við Spurt að leikslokum fyrir 7-12 ára

Lög um móðurmálskennslu erlendra barna í Noregi

2-8. Særskild språkopplæring for elevar frå språklege minoritetar

       Elevar i grunnskolen med anna morsmål enn norsk og samisk har rett til særskild norskopplæring til dei har tilstrekkeleg dugleik i norsk til å følgje den vanlege opplæringa i skolen. Om nødvendig har slike elevar også rett til morsmålsopplæring, tospråkleg fagopplæring eller begge delar.

       Morsmålsopplæringa kan leggjast til annan skole enn den eleven til vanleg går ved.

       Når morsmålsopplæring og tospråkleg fagopplæring ikkje kan givast av eigna undervisningspersonale, skal kommunen så langt mogleg leggje til rette for anna opplæring tilpassa føresetnadene til elevane.

       Kommunen skal kartleggje kva dugleik elevane har i norsk før det blir gjort vedtak om særskild språkopplæring. Slik kartlegging skal også utførast undervegs i opplæringa for elevar som får særskild språkopplæring etter føresegna, som grunnlag for å vurdere om elevane har tilstrekkeleg dugleik i norsk til å følgje den vanlege opplæringa i skolen.

Endra med lover 4 juli 2003 nr. 84 (ikr. 1 okt 2003), 2 juli 2004 nr. 69 (ikr. 1 sep 2004, etter res. 2 juli 2004 nr. 1064), 19 juni 2009 nr. 94 (ikr. 1 aug 2009, etter res. 19 juni 2009 nr. 675).

Tekið af: http://lovdata.no/all/tl-19980717-061-002.html#2-8

Birt í Óflokkað | Slökkt á athugasemdum við Lög um móðurmálskennslu erlendra barna í Noregi

Nýtt skólaár

Íslenskukennslan er ekki byrjuð á þessu skólaári. Ég ræddi þetta við Kari i dag. Hún er umsjónakennari í 4. bekk og kennari Benedikts og Benjamíns. Hún sagði að sama ferli sé í gangi og á síðasta skólaári, beðið eftir samþykki frá fræðslumálayfirvöldum í sveitarfélaginu. Vonandi þurfum við ekki að bíða jafn lengi og í fyrra en þá hófst kennslan mars eða apríl.

Birt í Óflokkað | Slökkt á athugasemdum við Nýtt skólaár

Að byggja upp orðaforða

Í síðustu viku fengum við góðan gest frá Íslandi í heimsókn til okkar. Hún heitir Kristín Birta og er í 3. bekk í Glerárskóla á Akureyri. Við spiluðum meðal annars bingó en í þetta skipti var það ekki með tölum heldur með myndum af dýrum. Fjögur bingóspjöld er að finna á vefsíðunni www.vigfusina.is undir púsluspil og leikir. Á bingóspjöldunum eru samtals nítján orð og myndir af dýrum. Ég prentaði út spjöldin og klippti út fyrir þau myndir af dýrunum sem voru sett í krukku og svo skiptust þau á að vera bingóstjórar. Hlutverk bingóstjóra er að draga mynd úr krukkunni og lesa upphátt nafn dýrsins. Þessi leikur er gagnlegur til að byggja upp orðaforða og um leið spennandi og skemmtilegur.

Birt í Óflokkað | Slökkt á athugasemdum við Að byggja upp orðaforða

BINGÓ – unnið með tölur frá 1-100

BingóspjöldÍ þessari viku tókum við fyrir tölur. Tímann í gær notuðum við til að klippa út og búa til bingóspjöld úr morgunkornspökkum. Úti var sól og hiti og krökkunum langaði út en við náðum samt að klára spjöldin. Satt að segja hélt ég að þetta myndi ekki ganga upp hjá okkur því þau voru svo óþolinmóð. Bingóspjöld urðu að skutlum sem flugu um kennslustofuna. Þvílíkur dagur og það reyndi heldur betur á þolinmæðina hjá kennaranum ! Sama veðurblíðan var í dag svo að við fórum út á skólalóð og spiluðum bingó. Það gekk frábærlega vel og við áttum saman skemmtilegan íslenskutíma þar sem leikgleðin og keppnisskapið fékk að njóta sín.

Einn morgunkornspakki dugar fyrir 2 bingóspjöld. Ég byrjaði á að búa til fyrir þau spjald svo þau vissu hvernig þau áttu að gera. Í dálkinn undir B koma tölur frá 1-20. I tölur frá 21-40. N tölur frá 41-60 og O tölur frá 61-100. Þau velja sjálf tölurnar sem þau skrifa inn á spjaldið en þær verða að vera á talnabilinu hér að ofan. Spjöldin mega ekki vera eins því ef að svo er þá er enginn einn sem vinnur spilið. Þegar þetta var búið þá er búnar til tölur frá 1-100 sem er settar í box og svo er einhver sem dregur tölu og les upp t.d. B5, I34 o.s.frv. Svo verða að vera til „hnappar“ til að leggja yfir tölurnar á spjaldinu sem eru lesnar upp. Við vorum svo heppin að það voru til „hnappar“ í kennslustofunni og við gátum notað þá.

Það hefur verið að koma mér mjög á óvart hvað krakkarnir hafa verið áhugasöm við að lesa á íslensku. Við höfum líka verið að æfa íslenskt r hjóð  sem er mjög ólíkt norsku r sem verður til einhvers staðar í hálsinum. Nú kunna allir að segja errrrrr á íslensku. Ótrúlega flott. Ég hef verið að sjá miklar framfarir hjá þeim öllum á þessum örstutta tíma.

Birt í Óflokkað | Slökkt á athugasemdum við BINGÓ – unnið með tölur frá 1-100

Önnur vika – líf og fjör í íslenskutíma

 

Í dag lærðum við um liti, unnum verkefni um litina, sungum um liti og fórum í leik (sjá á mynd). Við enduðum svo daginn á söng sem krakkar í mörgum skólum á Íslandi og í Tyssedal enda  skóladaginn á.

Hann er svona:

Nú skólinn er búinn í dag. (klapp, klapp)

Takk fyrir daginn í dag. (klapp, klapp)

Mikið leið tíminn hratt og við lærðum svo margt.

Já skólinn er búinn í dag. (klapp. klapp)

Birt í Óflokkað | Slökkt á athugasemdum við Önnur vika – líf og fjör í íslenskutíma

Fyrsta vikan að baki

Nemendur í íslensku í Tyssedal barneskole 2011

Þau heita Benedikt Leó, Benjamín Örn og Helena

Birt í Óflokkað | Slökkt á athugasemdum við Fyrsta vikan að baki

Undirbúningur kennslu

Ég fór í skólann í dag til að ljósrita og undirbúa morgundaginn. Fyrsti tíminn er á morgun 🙂 Möppur fyrir heimanám eru núna tilbúnar. Ég ákvað að leggja mesta áherslu á lestur og lesskilning í heimanáminu. Fyrir nemendur sem eru að byrja að læra að lesa á íslensku fann ég flottar bækur inn á www.skolavefurinn.is sem heita Léttlestrabækur skólavefsins. Ég valdi þessar bækur vegna þess að hægt er að prenta bækurnar út en líka er hægt að hlusta á upplestur. Hentugt hér, þar sem íslenska foreldrið er ekki alltaf heima til að aðstoða við heimanámið. Markmiðið er að lesa að minnsta kosti eina bók á viku Á vef Námsgagnastofnunar fann ég þessar sögur http://vefir.nams.is/skemmtilegt_og_sigilt/index.htm fyrir krakka sem eru orðin læs og markmiðið hér er það sama, a.m.k. ein bók á viku.

Hluti af náminu er að búa til portofolio eða ferilmöppu sem við söfnum verkefnum í. Hér má sjá hugmynd af slíkri möppu :http://www.vigfusina.is/ymislegt/ferilmappa.htm

Fyrir fyrsta tímann á morgun bjó ég til tvö verkefni sem fara í ferilmöppuna. Hugmyndin er að sýna þau hér en ég kann ekki að búa til pdf skjal. Þau verða sett hér inn þegar ég finn út úr því 🙂

Birt í Óflokkað | Slökkt á athugasemdum við Undirbúningur kennslu

Í startholunum :)

Leyfi fyrir kennslu í íslensku er loksins komið. Við fengum að vísu einungis úthlutað tvo tíma á viku. Hlakka mikið en ég reikna með að við getum byrjað í næstu viku :=)

Birt í Óflokkað | Ein athugasemd