Reglur Tungumálatorgs

Tungumálatorg er lýðræðislegur vettvangur á neti sem hefur það að markmiði að styðja við nám og kennslu tungumála. Þar er hægt að skiptast á hugmyndum, efni, deila reynslu, vinna saman og taka þátt í umræðum um nám og kennslu tungumála. Þátttaka notenda er mikilvæg til að móta og byggja upp vettvang sem hefur gildi fyrir skapandi og uppbyggilegt skólastarf.

Tungumalatorg.is er vefur sem rekinn er af Mennta- og menningarmálaráðuneyti.
Eftirfarandi skilmálar gilda fyrir alla notkun á tungumalatorg.is

 • Vettvangurinn Tungumálatorg er opinn öllum að kostnaðarlausu.
 • Við nýskráningu velur notandi sér notendanafn og lykilorð. Ekki má deila lykilorði með öðrum.
 • Notendur koma fram undir fullu nafni.
 • Notandi sem staðfestir þessa skilmála samþykkir að hann er ábyrgur fyrir öllu efni sem sett er fram í hans nafni (s.s. skrifum, birtingum hljóðs, mynda og myndbanda) og hvernig efni er fram sett.
 • Tungumálatorg er ritstýrður miðill. Það þýðir þó ekki að efni sem á hann er sett sé ritskoðað.
 • Farið er fram á það við notendur að þeir virði nokkrar grundvallarreglur:
  • Umræður og efnismiðlun á Tungumálatorgi snýst um nám og kennslu tungumála.
  • Vanda skal framsetningu máls og fylgja almennum umgengnisreglum á netinu.
  • Á Tungumálatorginu er lögð áhersla á að fara að lögum um höfundarrétt og merkja jafnframt efni samkvæmt Creative Commons leyfum. Efni þarf því að vera birtingarhæft samkvæmt ákvæðum Creative Commons.
  • Tungumálatorgið er ekki vettvangur settur upp í hagnaðarskyni og þar skal ekki vista efni sem greiða þarf fyrir. Birta má kynningar um slíkt efni varði það málaflokkinn sem um ræðir.
  • Notandi sem auk hefðbundins aðgangs hefur fengið uppsett  sérstakt vefsvæði ber ábyrgð á athugasemdum sem birtast á síðu hans (á eingöngu við um notendur með sérstök vefsvæði).
 • Tungumálatorgið ber ekki ábyrgð á tjóni sem verður vegna bilana á tæknibúnaði eða gögnum sem kunna að glatast af svæði torgsins.
 • Tungumálatorg áskilur sér rétt til að loka aðgangi notenda sem og sérstöku vefsvæði notenda (hafi hann fengið slíkt svæði) ef brotið er gegn ákvæðum samningsins.
 • Mennta- og menningarmálaráðuneyti áskilur sér rétt til að breyta reglum fyrirvaralaust.