Stoðir

Tungumálatorgið er sett upp að frumkvæði Mennta- og menningarmálaráðuneytis og með góðum stuðningi Menntavísindasviðs Háskóla Íslands, Menntasviðs Reykjavíkur og Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga.  Fyrstu skref verkefnisins hafa verið styrkt af Mennta- og menn­ing­ar­mála­ráðuneyti, Sprotasjóði, Jöfnunarsjóði, Samstarfssjóði Íslands og Danmerkur, Endur­mennt­un­arsjóði grunnskóla, Þróunarsjóði innflytjendamála, Innanríkisráðuneytinu, Nordplus, Norræna tungumálaverkefninu (Nordisk Sprogkampagne) og Vinnumálastofnun.

Uppsetning vefkerfis og vinna fyrstu hluta vefsins fór að mestu fram í Mennta­smiðju Mennta­vísindasviðs Háskóla Íslands. Öll aðstaða sem og aðgengi að hug­búnaði, þróunar­svæð­um, upptökubúnaði og sértækri ráðgjöf hefur verið til fyrir­myndar. Mennta- og menn­ing­armálaráðuneyti setti jafnframt upp vefvæði fyrir Tungumálatorgið og hafa starfsmenn ráðu­neytisins reynst traustir bakhjarlar.

Fjölmargir einstaklingar, ýmis samtök tungumálakennara og stofnanir hafa lagt verkefninu lið.  Verkefnið er því samstarfsverkefni í víðum skilningi þar sem leggja saman fagmenn á vettvangi tækninnar, sérfræðiþekkingar og framkvæmdar á vettvangi í samvinnu við nemendur.

Áhugi og stuðningur þeirra mörgu aðila er tengjast verkefninu (hvort heldur sem er í formi beinna styrkja eða efnis og aðstöðu) hefur verið mikilvæg hvatning til framkvæmda.  Tengslanet fag- og tækniaðila sem byggt hefur verið upp hefur skipt hefur sköpum fyrir gott gengi við uppsetningu Tungumálatorgsins.  Samlegðaráhrif hafa ýtt verkinu áfram og komið þekkingu aðstandenda á hærra plan.

Bakland verkefnisins hjá Menntasmiðju og ráðuneyti hefur skipt sköpum fyrir þróun þess. Þetta vinnulíkan þar sem ráðuneyti og háskóli skapa umgjörð fyrir verkefnið, auk þess sem að því hafa komið sérfræðingar í upplýsingatækni, reyndir kennarar, kennsluráðgjafar og há­skóla­nemar er áhugavert líkan fyrir þróunarvinnu í mennta­sam­félaginu sem leiðir af sér ríkulegan afrakstur og byggir upp nýja þekkingu sem getur skilað sér áfram til fleiri aðila og verkefna.

Áhugi og stuðningur þeirra mörgu aðila er tengdust verkefninu (hvort heldur sem var í formi beinna styrkja eða efnis og aðstöðu) var hvatning við vinnu verk­efn­is­ins. Í þessu samhengi vóg þungt að Menntavísindasvið Háskóla Íslands lét verk­efn­inu í té tvo starfskrafta úr atvinnu­úrræði Vinnumálastofnunar fyrir atvinnulausa háskóla­nema sumarið 2010. Mikill feng­ur var í framlagi þeirra Fernán González og Helgu Ágústs­dóttur sem tóku þátt í upp­bygg­ingu Tungumálatorgsins af áhuga, fagmennsku og vandvirkni. Menntun, tölvukunnátta, sér­þekking á útlitshönnun, Web 2.0 lausnum, íslensku- og tungu­mála­kunnátta og fjölmenn­ingarlegur bakgrunnur þeirra var verkefninu ómetanlegur