Umsókn um vefsvæði

Tungumálatorginu er ætlað að verða lifandi vettvangur og vonast er til að sem flest skólafólk vilji nýta sér torgið, móta það og leggja sitt af mörkum til að gera það að eftirsóknarverðum vettvangi fyrir aðila sem koma að skólasamfélaginu.

Allir geta skoðað Tungumálatorgið, skráð sig inn og tekið þátt í samfélagi torgsins.  Skráðir notendur geta jafnframt sótt um að fá vefsvæði undir efni, verkefni og miðlun er tengist námi og kennslu tungumála.

Notendur sem hafa áhuga á að fá sérstök vefsvæði á Tungumálatorginu er beðnir að senda eftirfarandi upplýsingar á tungumalatorg@gmail.com

  • Hver er ábyrgðaraðili vefsvæðisins?
  • Hver er megintilgangur vefsvæðisins (s.s. blogg, námsefni, netnám, kynning, samstarfsvefur)?
  • Hvernig verður hugverkum deilt á vefnum?

Notendur sem hafa áhuga á að taka þátt í ritstjórn vefsvæða sem þegar eru uppsett á torginu eru jafnframt hvattir til að senda tölvupóst á netfangið tungumalatorg@gmail.com.