Tungumálatorgið er verkefni með rætur í opinberri stefnumótun og skólastarfi. Það byggði á starfi fjölmargra frumkvöðla og sýn á stöðu, þarfir og framtíð skólastarfs.
Verkefnið var upphaflega skilgreint árið 2008 í menntamálaráðuneytinu, mótað frá síðari hluta ársins 2009 og í nóvember 2010 var vefsetur þess, www.tungumalatorg.is opnað. Mennta- og menningarmálaráðuneytið, Jöfnunarsjóður, Menntavísindasvið Háskóla Íslands og Reykjavíkurborg stóðu að rekstri Tungumálatorgsins.
Torgið átti blómaskeið sitt frá 2010 til 2014 og var öflugur vettvangur, tengdur námi og kennslu tungumála og fjölmenningarlegu skólastarfi.Torgið sjálft og einstök verkefni þess lögðu grunn að ýmsum starfssamfélögum og þróunarverkefnum sem síðar litu dagsins ljós.
Frekari upplýsingar um sögu torgsins má finna í fréttasafni torgsins, skýrslum um starfsemina frá 2014 og 2012 og grein í Málfríði frá 2011.
Upplýsingar um Tungumálatorgið er hægt að nálgast í gegnum ritstjórn Menntamiðjunnar: menntamidja@menntamidja.is