| Til foreldra | |
| Skólinn vill vera í góðum samskiptum við heimilið | |
| Hér eru góð ráð fyrir foreldra: |
| Móðurmál | |
| Það er mikilvægt að barnið haldi áfram að nota móðurmálið sitt | |
| Sum börn eiga fleiri en eitt móðurmál | |
| Góð móðurmálskunnátta er góð undirstaða fyrir lærdóm á öðru máli | |
| Góð móðurmálskunnátta styrkir sjálfsvitund einstaklinga | |
| Góð móðurmálskunnátta styður samskipti við ættingja og vini | |
| Tungumál eru dýrmæt fyrir samfélag og atvinnulíf | |
| Íslenskan | |
| Það er mikilvægt að barnið fái sem flest tækifæri til að læra íslensku | |
| Það tekur börn u.þ.b. tvö ár að læra talmál, en mun lengri tíma að ná lesskilningi og góðri færni í ritun | |
| Til að verða betri í íslensku ættu nemendur að nota íslenskuna eins mikið og oft og hægt er. Horfa á íslenskt sjónvarpsefni. Nota íslensku á netinu. Eignast íslenska vini. Taka þátt í tómstundum (íþróttir, tónlist o.fl.) | |
| Á heimilinu | |
| Stuðningur, hvatning og væntingar foreldra skipta mjög miklu máli fyrir árangur barna | |
| Stuðningur foreldra við heimanám skiptir miklu máli | |
| Foreldrar geta sýnt áhuga og aðstoðað við heimanám á ýmsan hátt | |
| Hægt er að fá aðstoð við heimanám ef þarf | |
| Samstarf heimila og skóla | |
| Skólinn vill vera í góðu sambandi heimilið | |
| Verið endilega í góðu sambandi við skólann | |
![]()
