Norden i Skolen er ókeypis námsgátt sem gefur kennurum og nemendum á öllum Norðurlöndum alveg nýja möguleika þegar unnið er með norræn tungumál og menningu, loftslag og náttúru. Námsgáttin er ætluð til notkunar grunn- og menntaskólum og hlaut árið 2011 verðlaun Norrænu samstarfsráðherranna fyrir nýsköpun sem stuðlar að auknum skilningi barna og unglinga á grannmálunum dönsku, norsku og sænsku á öllum Norðurlöndum. Verkefnið er ekki rekið í hagnaðarskyni.
Norden i Skolen er skipt upp í „Tungumál & Menningu“ og „Loftslag & Náttúru.“ Báðir þessir aðalflokkar innihalda mikið úrval af áhugaverðu efni með verkefnum sem styðja við fagleg markmið í öllum norrænum aðalnámskrám. Í gáttinni finnur þú allt frá vinaflokkum og spjallmöguleikum til stuttkvikmynda, bókmennta, spila og keppna.