No featured image set for this post.

Markviss málörvun í Fellahverfi hlýtur styrk frá Sprotasjóði

Það er sönn ánægja að segja frá því að Markviss málörvun í Fellahverfi hefur hlotið styrk upp á 5,4 miljónir frá Sprotasjóði. Markviss málörvun...
◀ ▶

Okkar mál

Okkar mál er þróunarverkefni sem upphaflega var skilgreint til fimm ára. Enginn þátttökustofnana var þó tilbúin til þess að hætta samstarfsverkefninu að loknum fimm árum. Á stýrihópsfundi vorið 2018 var samþykkt að verkefninu skyldi halda áfram þar til annað væri ákveðið.

Meginmarkmið verkefnisins að auka samstarf skóla í Fellahverfi og stofnana í Breiðholti með það að leiðarljósi að efla félagslegan jöfnuð, námsárangur og vellíðan barna í hverfinu. Samstarfsaðilar í verkefninu eru Fellaskóli, Leikskólinn Holt, Leikskólinn Ösp, Menntavísindasvið HÍ, Skóla- og frístundasvið Reykjavíkur og Þjónustumiðstöð Breiðholts.

Verkefnið er stutt af þróunarsjóði skóla og frístundaráðs